154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[11:37]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Leigubremsa er í mörgum ríkjum Evrópu. (VilÁ: Hvergi virkað. ) Jú, hún virkar, þess vegna viljum við taka hana upp. Hún er til verndar leigutakanum. 90% af öllum sem leigja í dag vilja eignast eigið húsnæði. Það er staðreynd. Það sem er að gerast í íslensku samfélagi í dag er að fólk er að festast í fátæktargildru, það er að festast í leiguhúsnæði. Það er það sem er að gerast, þökk sé núverandi ríkisstjórn. Það er ekkert gert til þess að gefa þessu fólki tækifæri til að komast upp úr fátækt og komast inn á húsnæðismarkaðinn sem kaupendur. Það er ekki verið að gera það. En það er gott mál að verið sé að auka stofnframlagið í fjárlagafrumvarpinu núna. Það hefði mátt vera meira. Við lögðum það til í hittiðfyrra en það tekur tvö ár að síast í gegn.

Að tala um að vera skattpína — er 300 kr. gistináttagjald skattpíning? Þá er ég ekki alveg skilja skatttekjur ríkissjóðs. Ég get ekki annað séð en að atvinnugrein sem býr við lægri virðisaukaskatt heldur en aðrar greinar sé með niðurgreiðslu gagnvart hinum. (Forseti hringir.) Ég fagna þessum skatti, gistináttagjaldi, og tel að það sé gott mál að það komi líka á skemmtiferðaskip og það mætti vera hærra.